Mánudagur 19. mars 2012 10:35
Í London er unnið dag og nótt við að hafa allt klárt fyrir Ólympíuleikana og Ólympíumótið sem þar fara fram í ágúst og september. Fyrstu íbúðirnar eru nú tilbúnar en Ólympíuþorpið getur tekið á móti um 6200 íbúum.
Um er að ræða 2818 íbúðir eða alls 250.000 m2 íbúðarými. Undirbúningur og verkin sem þarf að vinna eru ófá fyrir mót af þessum stærðargráðum, 16.000 rúm, 9000 fataskápar, 11.000 sófar, 22.000 koddar, 1200 teppi og svona mætti lengi telja, já það er ekki frítt að sjá um framkvæmd svona móta.
Ólympíuþorpið mun svo að mótunum loknum hljót nafnið East Village en jafnan hafa íbúðir í Ólympíuþorpinu selst eins og heitar lummur að mótunum loknum.
Mynd/ Svona líta herbergin út í Ólympíuþorpinu