Mánudagur 2. apríl 2012 15:14
Íslandsmót ÍF í kraftlyftingum fór fram í Laugardalshöll um helgina en að þessu sinni var það Kraftlyftingasamband Íslands sem stóð að framkvæmd mótsins fyrir hönd ÍF. Vignir Þór Unnsteinsson setti nýtt Íslandsmet í réttstöðu lyftu þegar hann sendi upp 247,5 kíló í -120kg flokki þroskahamlaðra og þá setti hann einnig nýtt Íslandsmet í bekkpressu.
Úrslit mótsins: Bekkpressa - hreyfihamlaðir:1) Þorsteinn Sölvason, ÍFR, -93,0 kg flokki: 125 kg (79,71 stig)
2) Magnús Þór Guðjónsson, ÍFR, -120,0 kg flokki: 110 kg (64,79 stig)
Kraftlyftingar - Þroskahamlaðir:1) Vignir Þór Unnsteinsson, ÍFR, -120,0 kg flokki:
Hnébeygja 180 - bekkpressa 142,5 - réttstöðulyfta 247,5 = 570 kg (327,69 stig)
2) Sveinbjörn Óli Sveinbjörnsson, ÍFR, -83,0 kg flokki:
Hnébeygja 140 - bekkpressa 100 - réttstöðulyfta 190 = 430,0 kg (289,5 stig)
Mynd/ Vignir tók vel á því um helgina