Þriðjudagur 3. apríl 2012 12:21

Hængsmótið haldið í 30. sinn

Hið árlega Hængsmót verður nú haldið í 30. sinn dagana 28. apríl - 30. apríl næstkomandi. Mótið fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri en keppt verður í boccia, einstaklings- og sveitakeppni, borðtennis og lyftingum.

Stefnt er að því að mótið verði sett af bæjarstjóranum á Akureyri, Hr. Eiríki Björgvinssyni, fyrrum Hængsfélaga, kl.16.00 og keppni ljúki um kl. 14.00 á mánudeginum. Um kvöldið, væntanlega um kl. 18.00 verður síðan mjög veglegt lokahóf að vanda með veislumat, lifandi tónlist og ýmsum glæsilegum uppákomum.  Miðaverð er áætlað um 5.000,- á mann.

Þátttökutilkynningar þurfa að berast í seinasta lagi föstudaginn 20. apríl.   
Ekki verður unnt að taka við þátttökutilkynningum eða breyta eftir þann tíma.

Netfangið er: jha@raftakn.is
Ef þið hafið ekki aðgang að tölvu þá er faxnúmerið: 464 6411
Þegar hafa ítarlegar upplýsingar ásamt skráningarblöðum verði send til aðildarfélaga ÍF en þessi gögn má einnig nálgast á skrifstofu ÍF með því að hafa samband á if@isisport.is

Mynd/ Bocciakeppnin nýtur mikilla vinsælda á Hængsmótunum

Til baka