Þriðjudagur 3. apríl 2012 15:37

Jóhann þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis

Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, varð um helgina þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis. Íslandsmótið fór fram í ÍFR húsinu í Hátúni og tókst afar vel til í góðri aðstöðu þeirra ÍFR manna. Jóhann og Viðar Árnason, KR, höfðu sigur í tvíliðaleiknum en Jóhann bætti svo um betur og vann opna flokkinn sem og sitjandi flokk karla. Ung og efnileg borðtenniskona frá HK kom sá og sigraði í kvennaflokki en sú heitir Kolfinna B. Bjarnadóttir. Breki Þórðarson úr KR vann standandi flokk karla og Stefán Thorarensen hafði sigur í flokki þroskahamlaðra karla.
 
Úrslit Íslandsmótsins í borðtennis 2012
 
Standandi flokkur:
1. Breki Þórðarson KR
2. Jón Grétar Hafsteinsson ÍFR
3. Kolbeinn J. Pétursson Akur
 
Kvennaflokkur:
1. Kolfinna B. Bjarnadóttir HK
2. Sigurrós Karlsdóttir Akur
3. Guðrún Ólafsdóttir Akur
 
Sitjandi karlar:
1. Jóhann R. Kristjánsson NES
2. Viðar Árnason KR
3. Hákon Atli Bjarkason ÍFR
 
Þroskaheftir karlar:
1. Stefán Thorarensen Akur
2. Guðmundur Hafsteinsson ÍFR
3. Sigurður A. Sigurðsson ÍFR
 
Tvíliðaleikur opinn flokkur:
1. Jóhann R. Kristjánsson NES / Viðar Árnason KR
2. Hákon Atli Bjarkason ÍFR / Breki Þórðarson KR
3.-4. Björn Harðarson ÍFR / Jón Grétar Hafsteinsson ÍFR
3.-4. Kolfinna B. Bjarnadóttir HK / Stefán Thorarensen Akur
 
Opinn flokkur:
1. Jóhann R. Kristjánsson NES
2. Hákon Atli Bjarkason ÍFR
3.-4. Breki Þórðarson KR
3.-4. Viðar Árnason KR
 
Mynd/ Jóhann Rúnar hafði öruggan sigur í þremur flokkum á Íslandsmótinu í borðtennis og endurheimti Íslandsmeistaratitilinn í sitjandi flokki karla en fyrir mót var Hákon Atli Bjarkason ríkjandi meistari.

Til baka