Miðvikudagur 16. maí 2012 14:05

Þakkir til sjálfboðaliða á NM í boccia 2012

Þakkir til sjálfboðaliða á NM í boccia 2012Íþróttasamband fatlaðra og undirbúningsnefnd NM 2012 vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg vegna Norðurlandamótsins í boccia 2012.   Dómarar, aðstoðarfólk keppenda, annað aðstoðarfólk og umsjónaraðilar ýmissa verkþátta mótsins fá innilegar þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag. 
 
Sjálfboðaliðastarf í íþróttahreyfingunni byggir á áratuga hefð og er í raun grundvöllur að fjölbreyttu íþróttastarfi um land allt.  Það má aldrei missa sjónar að því að framlag sjálfboðaliða er ekki sjálfgefið og það ber að meta að verðleikum hverju sinni.  Innilegar þakkir fyrir ykkar ómetanlega framlag vegna NM í boccia 2012.
 
Myndir frá mótinu eru á www.123.is/if

Til baka