Mánudagur 21. maí 2012 17:18

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram á Víkingssvæðinu fimmtudaginn 17. maí

Íslandsleikar í knattspyrnu 2012 - stelpurnar gefa ekkert eftirÍslandsleikarnir voru samstarfsverkefni Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnufélagsins Víkings og fóru fram í tengslum við Evrópuviku UEFA og Special Olympics í Evrópu.   6 lið tóku þátt í mótinu, blönduð lið karla og kvenna og
 
Úrslit urðu eftirfarandi;
Flokkur Getumeiri    Flokkur getuminni 
Gull  Ösp 2                Ösp
Silfur Ösp                  NES 3
Brons NES 2
4. sæti NES
 
Ólafur Þórðarson þjálfari meistaraflokks Víkings stýrði upphitun af mikilli röggsemi og mikil stemming ríkti í hópnum þegar keppni hófst.   Í lok keppni fór fram verðlaunaafhending þar sem sem Reynir Leósson, knattspyrnumaður afhenti verðlaun ásamt Guðlaugi Gunnarssyni frá KSÍ.   Samstarf við almenn knattspyrnufélög byggist ekki síst á því að tengja þjálfara og leikmenn við Íslandsleikana sem haldnir eru á hverju ári.   Samstarf við Víking hefur einnig verið byggt á verkefninu ,, Unified football project" sem hófst á Íslandi í haust en markhópur var stelpur 12 ára og eldri.  Stefnt er að því að kynna betur þetta verkefni hér á Íslandi en það felur í sér þátttöku fatlaðra og ófatlaðra og getur skapað tækifæri til framtíðar.  Keppt er í ,,Unifiied football" á alþjóðaleikum Special Olympics og verkefnið hefur verið að ná miklum vinsældum í mörgum löndum.

Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi þakka Knattspyrnusambandi Íslands og knattspyrnufélaginu Víkingi fyrir frábært samstarf vegna Íslandsleikanna 2012 og verkefnisins ,, Unified football ".

Myndir eru á www.123.is/if og frétt um mótið verður einnig á heimasíðu Special Olympics í Evrópu

Til baka