Þriðjudagur 22. maí 2012 10:32

ÍF fær styrk úr Samfélagssjóði Valitor

Íþróttasamband fatlaðra hlaut á dögunum styrk úr Samfélagssjóði Valitor vegna undirbúnings og þátttöku Íslands í Ólympíumóti fatlaðra.
 
Valitor hefur í rúma tvo áratugi verið einn helsti bakhjarl sambandsins og þannig átt stóran þátt þróun íþrótta fatlaðra hér á landi og glæsilegum árangri fatlaðra íslenskra íþróttamanna gegnum tíðina.
 
Við afhendingu styrksins, sem Þórður Árni Hjaltested varaformaður ÍF veitti viðtöku, sagði Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor ,,að fyrirtækið væri stolt af samstarfi sínu við ÍF og því væri sérstök ánægja að auka stuðning sinn við fatlað íslenskt afreksfólk á Ólympíuári‘‘.

Mynd/ Þórður Árni Hjaltested varaformaður ÍF t.h. og Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor t.v.

Til baka