Laugardagur 9. júní 2012 22:54

Frjálsíţróttafólkiđ fór á kostum í veđurblíđunni

Íslandsmót ÍF í frjálsum fór fram á Laugardalsvelli viđ kjörađstćđur laugardaginn 9. júní. Óhćtt er ađ segja ađ frjálsíţróttafólkiđ hafi mćtt einbeitt til keppni en hvert metiđ á fćtur öđru var slegiđ í blíđviđrinu. Íţróttasamband fatlađra vill koma á framfćri sérstöku ţakklćti til allra ţeirra sem lögđu framkvćmdinni liđ og einnig vallarstarfsmönnum en allur ađbúnađur og ađkoma var hin glćsilegasta fyrir keppendur í dag og ţjóđarleikvangurinn svo sannarlega í spariklćđunum.


Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir fór mikinn ţegar hún byrjađi á ţví ađ bćta Íslandsmetiđ í 100m hlaupi í flokki T37 er hún kom í mark á tímanum 15,37 sek. Ţá stökk Matthildur 4,28m í langstökki sem skilar henni inn í 2. sćti heimslistans og ađeins 5sm frá Evrópumetinu! Strax ađ móti loknu brunađi Matthildur út í Hafnarfjörđ ţar sem hún varđ silfurverđlaunahafi međ ÍFR í bikarkeppni ÍF í sundi. Annasamur dagur ađ baki hjá ţessum unga og efnilega íţróttamanni.

Ţá var komiđ ađ Helga Sveinssyni sem stökk 5,15m í langstökki en ţađ er nćstlengsta stökk ársins í flokki F42 og jafnframt nýtt og glćsilegt Íslandsmet. Helgi bćtti einnig tíma sinn í 100m hlaupi er hann kom í mark á tímanum 14,47 sek. en vindur var of mikill og hlaupiđ fćst ţví ekki gilt.

Gleđigjafinn ađ norđan, Kristófer Sigmarsson úr Eik, setti magnađ Íslandsmet í langstökki í dag í flokki F20, flokki ţroskahamlađra er hann stökk 5,64m. Eins og kappans var von og vísa fagnađi hann metinu innilega en Kristófer er mikill keppnismađur og afar gaman ađ fylgjast međ honum á frjálsíţróttamótum ţar sem krafturinn í kappanum drífur ekki bara hann sjálfan áfram heldur einnig ađra keppendur. Magnađur íţróttamađur hér á ferđinni. Kristófer gaf heldur ekki tommu eftir í 100m hlaupinu og kom í mark á tímanum 12,56 sek!

Suđurlandiđ átti ađ sjálfsögđu sinn fulltrúa er Hulda Sigurjónsdóttir kastađi kúlunni 9,00m í flokki F20. Hulda hefur stefnt lengi ađ ţessu marki og tekur ţetta góđa kast međ sér til Hollands ţar sem hún verđur fulltrúi Íslands á Evrópumeistaramóti fatlađra ásamt fleirum.

Stefanía Daney Guđmundsdóttir úr Eik á Akureyri keppir í flokki sjónskertra en ţessi ungi frjálsíţróttamađur er í stöđugri bćtinu. Hún hljóp 100 metrana á 15,48 sek. í dag og varpađi kúlunni 7,19 metra.

Baldur Ćvar Baldursson náđi svo sínu besta stökki í ár er hann landađi 5,18 sm. í langstökkinu. Fjölnissprengjan Gabríella Oddrún Oddsdóttir stóđ sig vel í dag og verđur athyglisvert ađ fylgjast međ henni í framtíđinni sem og Sigurjóni Sigtryggssyni en ţeir fullyrđa á Siglufirđi ađ kappinn sé međ leđurlungu enda hljóp hann einstaklega vel í 400m hlaupi dagsins.

Mótiđ var skemmtilegt og veđurguđirnir sáttir viđ okkur, létu sól og geisla umvefja keppendur og mótsgesti. Miklar framfarir ađ sjá hjá keppendum og verđur gaman ađ fylgjast međ hvađ EM-hópurinn gerir í Hollandi síđar í mánuđinum en hann skipa: Helgi Sveinsson, Baldur Ćvar Baldursson, Davíđ Jónsson, Ingeborg Eide Garđarsdóttir, Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir.

Heildarúrslit mótsins verđa sett inn á heimasíđu ÍF eins fljótt og auđiđ er.

Mynd/ JBÓ: Helgi Sveinsson stökk 5,15 sm í langstökki F42 í dag. Ţađ er nćstlengsta stökkiđ í hans flokki ţetta áriđ.

Til baka