Ţriđjudagur 19. júní 2012 09:15
Vegna undirbúnings íslenska sundfólksins fyrir Ólympíumót fatlađra í London 2012 munu landsliđaţjálfarar ÍF frá og međ 4. júlí n.k. standa fyrir sumarćfingum í Ásvallalaug í Hafnarfirđi.
Ćfingar ţessar eru opnar ţeim einstaklingum sem tekiđ hafa ţátt í landsliđsverkefnum ÍF undangengna mánuđi og fara fram mánudaga til föstudaga frá 08:00 – 10:00 og mánudaga, ţriđjudaga og föstudaga frá 16:00 – 18:00.
Ćfingaađstađa og ţjálfun eru sundmönnum ađ kostnađarlausu en annan kostnađ s.s. ferđir, fćđi og uppihald ber sundfólkiđ sjálft.
Ţeir sem áhuga hafa á ţví ađ nýta sér sumarćfingar ţessar eru vinsamlegast beđin ađ skrá sig hjá
if@isisport.is
(Tekiđ er fram ađ ćfingar falla niđur dagana 16.-20. júlí).