Miðvikudagur 20. júní 2012 10:35

Minningarmót Harðar Barðdal í Hraunkot 26. júní

Þann 26. júní næstkomandi fer fram minningarmót Harðar Barðdal í pútti en þetta er þriðja árið í röð sem mótið fer fram. Mótið verður haldið 26. júní kl. 18:00 í Hraunkoti, æfingarsvæði golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í flokki fatlaðra og ófattlaðra. Einnig verða hvatningarverðlaun GSFÍ veitt við sama tækifæri en það er farandbikar í minningu Harðar Barðdal sem veitt er þeim aðila sem hefur sýnt gott fordæmi með ástundun og framförum á æfingum GSFÍ á árinu.
 
Skráning í mótið fer fram á staðnum.

Mynd/ Hörður Barðdal heitinn við púttvöllinn Hraunkot í Hafnarfirði

Til baka