Ţriđjudagur 24. júlí 2012 14:24
Íslenski sundhópurinn sem náđi lágmörkum fyrir Ólympíumót fatlađra í London var á dögunum viđ ćfingabúđir í Stoke Mandeville á Englandi. Sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir sem keppa í London voru viđ ćfingar ásamt Anítu Ósk Hrafnsdóttur sem náđi einnig lágmarki fyrir mótiđ en eins og kunnugt er fékk Ísland ađeins ţátttökurétt fyrir tvo sundmenn, einn karl og eina konu.
Morgunćfingin fór jafnan fram í Stoke Mandeville Stadium en seinni parts ćfingin í Aqua Vale í Aylsburry sem var mjög góđ tilbreyting. Dagskipulagiđ í búđunum var frekar einfalt ţessa vikuna, morgunćfing, morgunmatur, hvíld, hádegismatur, sundćfing, kvöldmatur og hvíld.
Á miđvikudeginum fékk liđiđ frí á seinni ćfingunni og nánasta umhverfiđ var skođađ og nokkrum pundum eytt. Eftir ćfingu á föstudag var gengiđ niđur í miđbć og borđađ saman. Ţađ var svo ţreyttur en ánćgđur hópur sem kom heim og hlakkar til ađ koma aftur til Englands í lok ágúst.
Mynd/ Jón, Kolbrún og Aníta í Stoke Mandeville ţar sem ćfingabúđirnar fóru fram.