Fimmtudagur 26. júlí 2012 11:16
Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa gert með sér samkomulag um samstarf og stuðning fyrirtækisins við þátttöku Íslands í Ólympíumóti fatlaðra í London 2012.
Íslensk Getspá hefur í gegnum tíðina stutt dyggilega við íþróttir fatlaðra líkt og aðrar íþróttir enda rennur hluti af andvirði allrar sölu Íslenskar Getspár beint til uppbyggingar og starfsemi æskulýðs-og íþróttamála og til málefna öryrkja.
Stuðningur fyrirtækisins við ÍF nú markar nýtt upphaf í stuðningi Íslenskrar Getspár við íþróttir fatlaðra. Án efa leiðir stuðningurinn til glæstra sigra fatlaðra íþróttamanna líkt og að allir þeir sem spila í leikjum Getspár og Getrauna geta fagnað sigri og átt von á góðum vinningi í leiðinni.
Á myndinni haldsala Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF t.v. og Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Getspár samninginn t.h.