Þriðjudagur 7. ágúst 2012 16:37

Vel heppnaður fundur með samstarfs- og styrktaraðilum ÍF

Þriðjudaginn 7. ágúst hélt ÍF hádegisverðarfund með samstarfs- og styrktaraðilum sínum á Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík en þar var farið yfir hina ýmsu hluti er hafa að gera með þátttöku Íslands í Ólympíumóti fatlaðra.

Mæting var með besta móti sé tekið tillit til þess að um fyrsta vinnudag eftir Verslunarmannahelgi var að ræða. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF bauð gesti velkomna og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF leiddi hópinn í sannleikann um undirbúning fyrir mótið og við hverju mætti búast þegar út væri komið.

Landsliðsþjálfarar ÍF þau Kári Jónsson, frjálsar, og Kristín Guðmundsdóttir, sund, sögðu einnig frá undirbúningi keppendanna.

Hr. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sem verður heiðursgestur ÍF í London tók einnig til máls og þakkaði íþróttafólkinu fyrir það að fá tækifæri til að fara ytra og fylgjast með framgöngu þeirra því ef ekki væri fyrir þeirra miklu vinnu fengju Íslendingar ekki tækifæri á að sjá þau á móti þeirra bestu.

Mynd/ Frá fundinum á Radisson Blu Hótel Sögu

Til baka