Fimmtudagur 16. ágúst 2012 11:23

13 dagar til stefnu - konum fjölgað um helming á tveimur áratugum

Í dag eru 13 dagar þangað til Ólympíumót fatlaðra verður sett í London en eins og áður hefur komið fram sendir Ísland fjóra keppendur til leiks. Að þessu sinni er metfjöldi kvenna sem tekur þátt í leikunum en 1513 konur eru skráðar til leiks í 18 íþróttagreinum. Mikil fjölgun kvenna hefur orðið í íþróttum fatlaðra en til samanburðar má þess geta að 700 konur tóku þátt í Ólympíumóti fatlaðra í Barcelona árið 1992.
 
Í Sydney 2000 fjölagði þeim í 990, árið 2004 í Aþenu voru þær orðnar 1165 og 1383 árið 2008 í Peking. Í Peking verða alls 4200 íþróttamenn frá 166 löndum á Ólympíumótinu sem stefnir hraðbyr í að vera það stærsta í sögunni en víða er orðið uppselt á viðburði. Til þessa hafa 2,1 milljónir miða verði seldar og búist við að 400,000 til viðbótar seljist á næstu dögum í aðdraganda leikanna.

Íslenski Ólympíumótshópurinn heldur ytra þann 25. ágúst næstkomandi og fyrsti keppnisdagur er 31. ágúst en þá stíga allir íslensku keppendurnir á svið.

Mynd/ Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir verða á meðal 1511 annarra kvenna á Ólympíumóti fatlaðra í London.

Til baka