Laugardagur 25. ágúst 2012 21:40
Íslenski Ólympíumótshópurinn hélt utan til London í morgun en sjálft Ólympíumót fatlaðra verður sett næstkomandi miðvikudag með veglegri opnunarhátíð. Aðstæður í þorpinu eru eins og best verður á kosið.
Á morgun verður íslenski hópurinn boðinn velkominn í þorpið með stuttri móttöku en æfingar keppendanna fjögurra hefjast strax í fyrramálið. Fyrsti keppnisdagur Íslands á mótinu er 31. ágúst næstkomandi en allir íslensku keppendurnir stíga á stokk þann daginn.
Mynd/ Útsýni íslenska hópsins í þorpinu er glæsilegt en Ísland er á 9. hæð.