Sunnudagur 26. ágúst 2012 14:26
Í morgun fór fram athöfn í Ólympíumótsþorpinu þar sem Ísland var boðið velkomið en það er siður góður hjá mótshöldurum. Heimamenn í Bretlandi eiga þá ófáa góða listamennina svo tónlistin við athöfnina var góð, lög eftir Queen fengu að óma og þá eru allir sáttir enda einhver allra besta hljómsveit sem uppi hefur verið.
Benedikt Jónsson sendiherra Íslands í Bretlandi og fyrrum formaður Körfuknattleiksdeildar KR var viðstaddur ásamt fleira starfsfólki í íslenska sendiráðinu. Íslenski hópurinn bauð svo gestum sínum í stutta heimsókn í Ólympíumótsþorpið. Næstu dagar verða þéttskipaðir æfingum hjá íslenska hópnum en þann 29. ágúst verður sjálf setningarhátíðin þar sem frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson verður fánaberi Íslands.
Myndbrot frá ,,Welcome" athöfninni.Mynd/ Íslenski hópurinn og góðir gestir frá sendiráðinu í Ólympíumótsþorpinu í dag.