Fimmtudagur 30. ágúst 2012 00:57

Flugeldar, Gandálfur og Sveinsson viđ fánann


Allt til alls í London, ţéttsetinn Ólympíumótsleikvangurinn og rétt rúmlega 80.000 manns voru viđstaddir opnunarhátíđ Ólympíumótsins 2012. Helgi Sveinsson leiddi íslensku sveitina inn í mannhafiđ í kvöld og stóđ sig međ stakri prýđi eins og hans var von og vísa.

Veđurguđirnir stóđu viđ sitt, hann hékk ţurr á međan athöfninni stóđ en fór ađ kreista úr sér nokkra dropa ţegar keppendur héldu á nýjan leik í Ólympíumótsţorpiđ. Á köflum rigndi í dag eins og hellt vćri úr fötu og margir hverjir gráir fyrir járnum hér ytra og bjuggust viđ hinu versta enda ţurfa keppendur jafnan ađ bíđa í dágóđan tíma ţegar marseringin á leikvanginn fer fram. Alltsaman blessađist ţetta ţó á endanum og fá Bretar mikiđ lof fyrir framkvćmdina.

Flugeldasýningar, góđ tónlist og stórleikarinn Ian McKellen sem m.a. lék Gandálf í Lord of the Rings myndunum voru í eldlínunni í kvöld á leikvanginum. Vísindamađurinn Stephen Hawking lagđi einnig í púkkiđ en Bretar börđu sér á brjósti á vísindasviđinu sem ţema opnunarhátíđarinnar og var ţađ vel.

Söngkonan Beverly Knight brýndi svo raust sína áđur en athöfnin var öll.
Á morgun mun íslenski hópurinn hafa hćgt um sig en hann hefur svo keppni föstudaginn 31. ágúst ţegar allir keppendur Íslands stíga á stokk sama daginn.

Mynd/ Helgi Sveinsson međ íslenska fánann skömmu áđur en Ísland gekk inn á Ólympíumótsleikvanginn.

Til baka