Fimmtudagur 30. ágúst 2012 21:15

Íslensku keppendurnir hefja allir leik á morgun


Keppni á Ólympíumóti fatlađra hófst í London í dag og er mikiđ viđ ađ vera í borginni enda setur mótiđ sterkan svip á daglegt líf ţeirra rúmlega átta milljóna sem hér búa. Íslensku keppendurnir hefja allir leik á morgun og er ţađ Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir sem ríđur á vađiđ kl. 10:08 ađ enskum tíma eđa kl. 09:08 ađ íslenskum tíma.

Matthildur keppir í flokki F37 í langstökki en á Ólympíumótinu munu flokkar F37 og F38 keppa í stigakeppni svo alls eru 12 langstökkvarar skráđir til leiks.

Sundfólkiđ Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir eru nćst á sviđ á eftir Matthildi á morgun en ţau keppa bćđi í flokki S14, flokki ţroskahamlađra. Ţau keppa í 100m baksundi á morgun ţar sem Jón verđur í öđrum riđli en fyrsti riđill syndir kl. 10:07 ađ íslenskum tíma. Rétt rúmum tíu mínútum síđar er komiđ ađ Kolbrúnu Öldu en hún syndir í fyrsta riđli.

Helgi Sveinsson lokar svo deginum fyrir Íslands hönd annađ kvöld ţegar hann keppir í langstökki í flokki F42/44 en ţessir tveir fötlunarflokkar keppa saman í stigakeppni líkt og í langstökkinu hjá Matthildi. Alls eru 11 skráđir til leiks í langstökkinu hjá Helga og er hann annar í stökkröđinni.

Mynd/ Frjálsíţróttakonan Matthildur Ylfa var kát viđ opnunarhátíđ Ólympíumótsins í gćr.

Til baka