Föstudagur 31. ágúst 2012 16:40

Matthildur áttunda í langstökki - Jón og Kolbrún komust ekki í úrslit

Ísland hefur hafiđ keppni á Ólympíumóti fatlađra en í morgun varđ frjálsíţróttakonan Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir fyrst íslensku keppendanna til ađ láta ađ sér kveđa. Matthildur komst ţá í úrslit og náđi nćstbesta stökki sínu ţetta áriđ á alţjóđlegu móti.

Fyrsta stökkiđ hjá Matthildi í dag var ógilt en hún gerđi svo gilt í öđru stökki og stökk 3,63 metra. Sú lengd dugđi ekki til ađ komast inn í úrslit svo pressan í ţriđja stökkinu var mikil hjá ţessari ungu frjálsíţróttakonu ţví eftir ţrjú stökk var skoriđ niđur í átta kvenna úrslit. Ţriđja stökkiđ hjá Matthildi reyndist 4,07 metrar og dugđi ţađ inn í áttunda og síđasta sćtiđ í úrslitum.

Í átta kvenna úrslitum stökk Matthildur sitt fjórđa stökk sem var 3,83 metrar en hennar fimmta stökk reyndist ţađ lengsta er hún stökk 4,08 metra. Sjötta og síđasta stökkiđ var 4,03 metrar svo Matthildur gerđi fimm stökk gild af sex mögulegum. Fimmta stökkiđ sem var 4,08 metrar er ţađ nćstlengsta sem Matthildur hefur náđ í alţjóđakeppni en fyrr á ţessu ári stökk hún 4,10 metra í Túnis.

Viđtal viđ Matthildi eftir langstökkskeppnina

Tćpum klukkutíma eftir ađ Matthildur hóf keppni í langstökki voru sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir ađ gera sig klár í keppni í 100m baksundi.

Jón reiđ á vađiđ í sundinu og kom í undanrásum í bakkann á tímanum 1.10,72 mín og bćtti sinn besta persónulega árangur um tćpar tvćr sekúndur. Íslandsmet Gunnars Arnar Ólafssonar frá árinu 2003 í flokki S14 stendur ţví enn óhaggađ. Jón hafnađi í 17. sćti í baksundinu.

Skömmu eftir ađ Jón hafđi lokiđ keppni var röđin komin ađ Kolbrúnu Öldu Stefánsdóttur en hún var alveg viđ sinn besta tíma ţegar hún synti á 1:21,61 mín. og hafnađi í 14. sćti í 100m baksundi í flokki S14.

Ţessum fyrsta keppnisdegi íslenska hópsins er hvergi nćrri lokiđ ţví Helgi Sveinsson keppir í kvöld í flokki F42/44 í langstökki en ţessir tveir flokkar keppa saman í forgjafarkeppni ţar sem stig út frá heimsmeti eru reiknuđ viđ hvert stökk. Keppnin hjá Helga hefst kl. 19:20 hér ađ breskum tíma eđa kl. 18:20 ađ íslenskum tíma.

Myndir: Á efri myndinni er Matthildur Ylfa í langstökkskeppninni í dag frammi fyrir 80.000 áhorfendum en á ţeirri neđri leggur Jón Margeir Sverrisson af stađ í 100m baksundi fyrir fram 17.500 áhorfendur.


Til baka