Laugardagur 1. september 2012 07:54

Í góđri trú…

Hér ađ neđan fer grein sem birtist í Morgunblađinu ţann 20. ágúst síđastliđinn í tengslum viđ ţátttöku Íslands í Ólympíumóti fatlađra í London.

Í góđri trú


Ólympíumót fatlađra fer fram í London dagana 29. ágúst til 9. september 2012 og er hluti af 45 daga samfelldri íţróttahátíđ sem hefst međ opnunarhátíđ Ólympíuleikanna 27. júlí og lýkur međ lokahátíđ Ólympíumóts fatlađra ţann 9. september.  Fyrir íţróttamenn er ţátttaka í Ólympíuleikum eđa Ólympíumóti fatlađra hápunkturinn á ferli hvers og eins og ţátttakan í London 2012 verđur ţar engin undantekning.

Fjórir íslenskir íţróttamenn munu keppa á Ólympíumótinu ţau Helgi Sveinsson og Matthildur Ylfa Ţorsteindóttir í frjálsum íţróttum og Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í sundi.
Ljóst er ađ kostnađur Íţróttasambands fatlađra vegna undirbúnings viđ ţátttökuna í mótinu er umtalsverđur og ţví hefur bréf veriđ sent til fyrirtćkja á Íslandi undir yfirskriftinni „Í góđri trú“.

Fyrsta Ólympíumót fatlađra var haldiđ í Róm 1960 og síđan ţá hafa mótin ávallt veriđ haldin sama ár og Ólympíuleikarnir.  Frá árinu 1988 hafa Ólympíumót fatlađra veriđ haldin í beinu framhaldi af  Ólympíuleikunum, í sömu borg og sömu íţróttamannvirkjum og frá árinu 1992 einnig í vetraríţróttum.

Íslendingar hafa veriđ sigursćlir á Ólympíumótum fatlađra en ţeir tóku fyrst ţátt í Ólympíumótinu sem haldiđ var í Arnhem í Hollandi áriđ 1980.  Ţó má segja ađ  uppgangur íţrótta fatlađra hér á landi hafi fyrir alvöru hafist 1988 í Seoul í Suđur-Kóreu ţar sem Ísland vann til tveggja gullverđlauna á mótinu.  Frá 1980 hafa fatlađir íslenskir íţróttamenn unniđ til 97 verđlauna á Ólympíumótum fatlađra og af ţessum verđlaunum eru 36 gullverđlaun.  Ţá hafa Íslendingar unniđ 66 verđlaun á Heimsmeistaramótum fatlađra og 73 verđlaun á Evrópumeistaramótum – ekki slćmur árangur ţađ!

Nú ţegar lokaundirbúningur stendur sem hćst langar íslensku keppendurna ađ leita eftir styrk frá ţessum fyrirtćkjum ađ upphćđ 5.000,- kr. eđa ţví sem nemur 1250,- kr. á hvern keppanda. Um leiđ og greitt er fyrir hinn valfrjálsa greiđsluseđil öđlast viđkomandi fyrirtćki hlutdeild í afrekum ţessa mikla íţróttafólks. Fatlađir íslenskir íţróttamenn hafa á undanliđnum árum vakiđ ađdáun og eftirtekt vegna framgöngu sinnar á stórmótum erlendis.

Ólympíumótiđ í London er hiđ fjórtánda í röđinni og til ţess ađ öđlast ţátttökurétt á Ólympíumóti fatlađra ţurfa keppendur ađ ná ţeim lágmörkum sem tilskilin eru af hálfu mótshaldara. Einungis ţeir íţróttamenn sem stađist hafa ströng alţjóđleg lágmörk öđlast ţátttökurétt. Ţví keppir ađeins besta íţróttafólk heimsins úr röđum fatlađra á Ólympíumótunum.

Ţá er öllum ţeim sem ekki fá greiđsluseđlana senda í pósti frjálst ađ leggja ţessu öfluga íţróttafólki liđ međ frjálsum framlögum á neđangreindum reikningi.

Bankanúmer.
0313-26-4396
kt: 620579-0259

Í London gerum viđ okkar besta og treystum á stuđning ţinn!

Virđingarfyllst,
Ólafur Magnússon
Ađalfararstjóri Ólympíuhóps fatlađra

Til baka