Sunnudagur 2. september 2012 07:24
Annar keppnisdagur íslenska hópsins er runninn upp hér á Ólympíumóti fatlađra í London. Komiđ er ađ 200 metra skriđsundinu hjá Jóni Margeiri og Kolbrúnu Öldu og ţá keppir Matthildur Ylfa í 100 metra hlaupi.
Jón Margeir stígur fyrstur á stokk í undanrásum en 200 m skriđsund karla í flokki S14 hefst kl. 08:54 ađ íslenskum tíma. Jón syndir í öđrum riđli á fimmtu braut viđ hliđ Kóreumannsins Wonsang Cho sem skráđur er inn međ tímann 2:00,75 mín. en Jón er skráđur inn á tímanum 2:01,56 mín. sem er Íslandsmetiđ í greininni.
Keppni í 200 m skriđsundi kvenna í flokki S14 hefst svo kl. 09:07 og syndir Kolbrún Alda í öđrum riđli á braut sjö. Kolbrún Alda er skráđ inn á mótiđ međ tímann 2:28,77 mín. og ţarf hún ađ bćta ţann tíma allverulega ćtli hún sér ađ ná inn í úrslit í kvöld.
Í 100m hlaupi kvenna hefst keppnin kl. 10:05 ţar sem Matthildur Ylfa hleypur á ţriđju braut en hún er skráđ inn međ tímann 15,89 sek. og rétt eins og hjá Kolbrúnu Öldu ţarf Matthildur ađ bćta ţann tíma til ţess ađ eiga möguleika á ţví ađ komast í úrslit.
Mynd/ Íslenski hópurinn fékk góđa heimsókn í gćr ţegar velferđarráđherra Guđbjartur Hannesson heimsótti Ólympíumótsţorpiđ.