Sunnudagur 2. september 2012 13:32

Matthildur jafnaði Íslandsmetið en komst ekki í úrslit

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir úr ÍFR jafnaði Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi í flokki T37 þegar hún kom í mark á 15,89 sekúndum í undanriðli sínum á Ólympíumóti fatlaðra í London í dag. Hún endaði þó í neðsta sæti af 15 keppendum sem hlupu.

Matthildur hefði þurft að hlaupa á 14,71 sekúndu til að komast í úrslitin líkt og hún gerði á föstudaginn þegar hún varð í 8. sæti í langstökki. Lokagrein Matthildar á mótinu er 200 metra hlaup á miðvikudaginn.

Mynd/ Matthildur kemur í mark fyrir framan 80.000 áhorfendur á Ólympíumótsleikvanginum í London í dag.

Til baka