Miđvikudagur 5. september 2012 08:25
Frjálsíţróttakonan Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir lýkur keppni á Ólympíumóti fatlađra í dag ţegar hún keppir í 200m spretthlaupi í flokki T37 en flokkurinn er flokkur spastískra. Hlaupiđ hjá Matthildi hefst kl. 10:50 hér ytra eđa kl. 09:50 ađ íslenskum tíma. Matthildur hleypur í undanriđli 1 en međ henni í riđlinum verđur heimakonan Katrina Hart sem á nćstbesta tíma ársins á 29,91 sekúndu.
Matthildur á besta tímann 33,76 sek. en ţeim tíma náđi hún fyrr á ţessu ári á alţjóđlegu móti í Túnis. Reyndar hljóp hún á betri tíma á EM í Hollandi en sá árangur fékkst ekki gildur ţar sem um of mikinn vind í ţví hlaupi var ađ rćđa.
Nú ţegar sjöundi keppnisdagur er ađ hefjast hér í London er ekki úr vegi ađ kíkja eldsnöggt á ţćr ţjóđir sem hafa veriđ hvađ atkvćđamestar. Kínverjar hafa unniđ til 132 verđlauna og ţar af eru 53 gull! Í öđru sćti eru heimamenn frá Bretlandi međ 79 verđlaun og 23 gullverđlaun. Rússar eru í 3. sćti međ 62 verđlaun og 23 gullverđlaun rétt eins og heimamenn í Bretlandi. Hér má sjá heildarlista verđlaunahafa en til gamans má geta ađ sé litiđ til höfđatölukeppninnar góđu ţá hefur Ísland unniđ flest gullverđlaun á mótinu miđađ viđ fjölda íbúa.
Mynd/ Matthildur Ylfa verđur vafalítiđ vopnuđ sínu frćga brosi á eftir ţegar hún reynir fyrir sér í 200m hlaupi frammi fyrir 80.000 manns á Ólympíumótsleikvanginum.