Mánudagur 17. september 2012 15:02

Fatlaðir sundmenn fara vel af stað - fjögur Íslandsmet á Akureyri

Dagana 14.-16. september s.l. fór fram Sprengimót Óðins í sundlaug Akureyrar. Keppt var í 25m útilaug og hitastigið var um 4 gráður keppnisdaganna en logn.

Fjögur Íslandsmet fellu á mótinu hjá fötluðum. Fyrst kom Thelma Björg Björnsdóttir S6 og setti Íslandsmet í 100 metra fjórsundi á tímanun 2.06,87 mín. Marinó Ingi Adolfsson S8 setti Íslandsmet í 100 metra fjórsundi á tímanum 1.37,90. Þriðja Íslandsmetið kom hjá Thelmu Björg Björnsdóttur S6  í 100 metra skriðsundi á tímanum 1.31,64.

Fjórða Íslandsmetið kom hjá Thelmu Björg Björnsdóttur S6 í 200.metra fjórsundi á tímanum 4.29,56. og bætti 11 ára gamalt Íslandsmet í sundinu.
 
Thelma Björnsdóttir S6 ÍFR     2:06.87
Marinó Adolfsson S8   ÍFR       1:37.90
Thelma Björnsdóttir S6   ÍFR   1:31.64
Thelma Björnsdóttir S6 ÍFR     4:29.56
 
Mynd/ Thelma setti þrjú ný Íslandsmet um helgina.

Til baka