Þriðjudagur 18. september 2012 10:09

Fjarðarmótið í sundi á laugardag

Fjarðarmótið í sundi verður haldið í Ásvallalaug laugardaginn 22. september. Keppt verður í 26 greinum og þar á meðal 25 metra sundi fyrir þá sem eru að hefja sinn sundferil. Upphitun fyrir mótið hefst kl. 13:00 en mótið sjálft kl. 14:00. Skipt verður í riðla skv. getu og veitt 1. 2. og þriðju verðlaun í hverjum riðli. Þannig eiga allir að vera að keppa við þá sem eru næst þeim í getu en ekki endilega í sama fötlunarflokki.

Keppt verður í eftirtöldum greinum:

Grein 1 og 2 50m skrið karla og kvenna
Grein 3 og 4  100m skrið karla og kvenna
Grein 5 og 6  25m frjáls aðferð karla og kvenna
Grein 7 og 8  50m flug karla og kvenna
Grein 9 og 10  100m flug karla og kvenna
Grein 11 og 12 50m bak karla og kvenna
Grein 13 og 14  100m bak karla og kvenna
Grein 15 og 16  50m bringa karla og kvenna
Grein 17 og 18  100m bringa karla og kvenna
Grein 19 og 20  100m fjór karla og kvenna
Grein 21 og 22  200m fjór karla og kvenna
Grein 23 og 24  400m skrið karla og kvenna
Grein 25 4x50m frjáls aðferð blandaðar sveitir

Til baka