Föstudagur 28. september 2012 13:36
Íþróttasamband fatlaðra fékk nýverið að gjöf nýja og glæsilega Canon 7D ljósmynda- og videotökuvél að gjöf frá Hópferðum Sævars. Nýja myndavélin mun og hefur gagnast afar vel í starfi sambandsins.
Hópferðir Sævars bjóða upp á alhliða ferðaþjónustu fyrir innlenda og erlenda ferðamenn samtímis verksamningum sem fyrirtækið sinnir. Sem dæmi má nefna akstur með hópa fyrir ferðaskrifstofur, skóla, félagasamtök, óvissuferðir, fiskiskipaaáhafnir og fl.
Hópferðir Sævars taka einnig að sér ferðaskipulagningu fyrir ferðir fyrirtækja og félagasamtaka. Miðar sú skipulagning að þörfum hvers hóps fyrir sig. Hvort sem um ræðir styttri eða lengri ferðir á litlum eða stórum bílum þá er Hópferðir Sævars reiðubúið að leysa aksturinn á sem hagkvæmastan og þægilegastan hátt og í góðri samvinnu við viðskiptavininn.
Bílafloti fyrirtækisins samanstendur af nýlegum bílum 8-52 farþega vel útbúnum og standast alla mengunar og öryggisstaðla. Hópferðir Sævars er fyrirtæki sem byrjaði smátt og vex með hverjum deginum sem líður. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu, stuttan viðbragðstíma og öryggi.
Mynd/ Heiða: Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF og Sævar Baldursson annar eigenda og framkvæmdastjóri Hópferða Sævars.