Miđvikudagur 10. október 2012 16:38

Ćfingar í hjólastólakörfuknattleik komnar aftur á dagskrá

Kominn er af stađ nýr hópur sem hyggur á ađ stunda hjólastólakörfuknattleik og munu ćfingar fara fram tvisvar sinnum í viku í húsi ÍFR ađ Hátúni í Reykjavík. Ćfingarnar verđa á miđvikudögum kl. 21:30 og á sunnudögum kl. 19:40.
 
Ţetta er í fyrsta sinn sem skipulagđar ćfingar í hjólastólakörfuknattleik fara fram síđan tímabiliđ 1993-1994 en ţá stóđ Ólafur Rafnsson fyrir átaki í íţróttinni. Ólafur er fyrrum formađur Körfuknattleikssambands Íslands og núverandi forseti Íţrótta- og Ólympíusambands Íslands og FIBA Europe. Ţegar ćfingarar fóru fyrst fram byggđust ţćr á slagorđinu ,,Körfubolti er fyrir alla.“
 
Á ćfingarnar eru allir velkomnir hvort sem ţeir notist daglega viđ hjólastól eđa ekki og hvort sem ţeir glími viđ fötlun eđur ei. Áhugasamir verđa ađ koma međ stól sjálfir en stefnt er ađ ţví ađ geta lánađ nokkra stóla til ćfinganna.
 
Nánari upplýsingar um ćfingarnar veitir Hákon Atli Bjarkason í síma 892 0994 eđa á hakon@pizzan.is

Til baka