Föstudagur 12. október 2012 10:48
Í gærkvöldi var Íslandsmótið í boccia sett á Ísafirði en í dag og á morgun verður keppt í fjölmörgum deildum enda rúmlega 200 keppendur skráðir til leiks frá 14 aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðra. Það var Arnþór Jónsson formaður Ívars á Ísafirði sem setti mótið í gær en Ívar er framkvæmdaraðili mótsins í ár.
Að mótssetningu lokinni var boðið upp á langa og glæsilega flugeldasýningu af hafnarbakkanum sem mældist einstaklega vel fyrir hjá keppendum á mótinu.
Í morgunsárið hófst sjálf keppnin og gengur hún snuðrulaust fyrir sig en keppt verður langt fram á kvöld í íþróttahúsinu á Ísafirði sem jafnan gengur undir nafninu Jakinn.
Mynd/ Frá keppninni á Ísafirði í morgun.