Laugardagur 13. október 2012 11:56

Glæsileg tilþrif hjá Þórarni á Ísafirði

Skemmtileg lokastaða kom upp í viðureign á Íslandsmótinu í einstaklingskeppninni í boccia í gær þegar áttust við í 3. deild þeir Þórarinn Ágúst Jónsson úr Ægi og Magnús H. Guðmundsson frá heimamönnum í Ívari.

Á sínum síðasta bolta þegar Þórarinn var að tapa 4-3 gegn Magnúsi sendi hann boltann af stað og lokastaðan varð sú sem við sjáum á myndinni sem fylgir þessari frétt. Þórarinn vann svo einvígið 5-4 með þessum flotta lokabolta en þrátt fyrir þessi skemmtilegu tilþrif komst Þórarinn þó ekki í úrslit í 3. deild.

Þá hefur staða svipuð þessari og við sjáum á myndinni komið a.m.k. þrisvar sinnum upp á mótinu og nú síðast í morgun og alls í tvígang á sama vellinum.

Það er því nokkuð ljóst að hart er barist hér á Ísafirði og verður fróðlegt að sjá hverjir muni standa uppi sem sigurvegarar í dag.

Mynd/ Lokastaðan skemmtilega í viðureign Þórarins og Magnúsar í gær.

Til baka