Þriðjudagur 11. desember 2012 09:47

Glæsileg sýning í skautahöllinni í Laugardal - 15. desember kl. 18.15

Íþróttasamband fatlaðra sendir þrjá keppendur á alþjóðavetrarleika Special Olympics 2013 en leikarnir verða haldnir  29. janúar til 5. febrúar í PyeongChang og Gagneung í Suður Kóreu.  Leikar Special Olympics eru fyrir fólk með þroskahömlun og þar geta allir verið með, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Það eru þau Þórdís Erlingsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir og  Júlíus Pálsson sem munu keppa þar í  listhlaupi á skautum.
 
Þau keppa öll í einstaklingskeppni og í fyrsta skipti mun Ísland taka þátt í parakeppni, þar sem þær Þórdís og Katrín Guðrún munu sýna listir sínar.  Keppnisatriðin sem hafa verið æfð af miklu kappi í  haust undir stjórn Helgu Olsen og Guðbjartar Erlendsdóttur, verða frumsýnd á sýningunni.
 
Ungt og efnilegt skautafólk frá Skautadeild Aspar sýna einnig dansatriði sem  þau hafa æft í haust en hjá deildinni æfa nú yfir  20 börn og unglingar     
 
Sýningaratriði hefjast kl. 18.15.

Við hvetjum fólk til þess að koma og fylgjast með glæsilegri sýningu og styðja þannig við þetta einstaka íþróttafólk.

Til baka