Föstudagur 28. desember 2012 11:11

Rausnarlegur styrkur frá Eldey

Félagar úr Kiwanisklúbbnum Eldey komu færandi hendi á skrifsofu Íþróttasambands fatlaðra þar sem þeir afhentu Sveini Áka Lúðvíkssyni gjafabréf að upphæð kr. 100 þúsund sem stuðning klúbbsins við þátttöku Íslands í Norrænu barna- og unglingamóti og Vetrarleikum Special Olympics 2013.

Kiwanishreyfingin hefur um langt árabil, eða allt frá stofnun Íþróttasambands fatlaðra, verið öflugur styrkaraðili sambandsins og aðildarfélaga þess. Kiwanisklúbbar hafa lagt ómælt frjármagn til starfseminnar auk sjáfboðavinnu vegna hinna ýmsu verkefna þegar til þeirra hefur verið leitað
 
Það var forseti Kwk. Eldeyjar, Ingólfur Arnar Steindórsson sem afhenti Sveini Áka styrkinn en með honum í för voru Eldyjarfélagarnir Gestur Ólafur Karlsson, Steinn Þór Karlsson, Eyjólfur Guðmundsson auk hirðljósmyndara klúbbins Guðlaugs Kristjánssonar
 
Íþróttasamband fatlaðra færir Eldeyjarfélögum sínar bestu þakkir fyrir velvilja og veittan stuðning.

Til baka