Föstudagur 28. desember 2012 23:38

Jón Margeir er íţróttamađur ársins hjá Sport.is

Tvítugi sundkappinn, Jón Margeir Sverrisson, er íţróttamađur ársins áriđ 2012 í vali Sport.is. Jón fékk fullt hús stiga í atkvćđagreiđslunni ţó svo ađ nokkrir ađrir, eins og Alfređ Finnbogason, Aron Pálmarsson, Annie Mist Ţórisdóttir og Gylfi Sigurđsson hefđu komiđ til greina. Jón er vel ađ verđlaununum kominn en stćrsti árangur hans á árinu kom á Ólympíumóti fatlađra í London í haust.

Jón Margeir náđi ţeim frábćra árangri á árinu sem er ađ líđa ađ vinna til gullverđlauna á Ólympíumóti fatlađra í London í sumar. Jón keppir í flokki S 14 og vann hann 200 metra skriđsundiđ á nýju heimsmeti (1.59,62 mínútu). Ţađ sund tryggđi honum gullverđlaunin.  Jón keppir fyrir hönd Fjölnis hérna heima á Íslandi.

Á Gullmóti KR í febrúar setti Jón heimsmet í 1500m skriđsundi og annađ heimsmet leit dagsins ljós á Opna ţýska meistaramótinu mánađarmótin júní-júlí ţegar Jón synti 800m skriđsund á 9,00,03 mín. Íslandsmet Jóns áriđ 2012 eru 8 talsins og er hann margfaldur Íslandsmeistari.

Jón Margeir er tólfti fatlađi sundmađurinn til ţess ađ vinna til gullverđlauna fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum en síđasta gulliđ kom áriđ 2004 ţegar ađ Kristín Rós Hákonardóttir vann til gullverđlauna í Sydney.

Á dögunum var Jón Margeir, ásamt Matthildi Ylfu, valin íţróttafólk ársins af íţróttasambandi fatlađra.

Međfylgjandi er mynd af Jóni Margeiri međ eignargripinn sem hann fékk frá Sport.is

Viđtal viđ Jón Margeir á Sport.is

www.sport.is

Til baka