Þriðjudagur 12. febrúar 2013 15:02
Um síðastliðna helgi fór Gullmót KR í sundi fram í Laugardalslaug þar sem fatlaðir sundmenn tóku þátt í mótinu og settu sjö ný Íslandsmet. Mótið var IPC-vottað og mun árangur sundmannanna fara inn á heimslista Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC).
Metin sem féllu um helgina:Aníta Ósk Hrafnsdóttir - SM14 - 400m fjórsund - 6:02.28
Pálmi Guðlaugsson - SM7 - 400m fjórsund - 7:19.83
Hjörtur M. Ingvarsson - S5 - 50m baksund - 55,76
Marinó Ingi Adolfsson - S8 - 200m baksund - 3:11.27
Thelma Björg Björnsdóttir - S6 - 100m skriðsund - 1:29.59
Kolbrún Alda Stefánsdóttir - S14 - 100m skriðsund - 1:08.29
Hjörtur M. Ingvarsson - SM5 - 200m fjórsund - 4:09.84
Mynd/ Þorlákshafnarjaxlinn Hjörtur M. Ingvarsson setti tvö Íslandsmet um helgina en Hjörtur keppir í flokki S5 (flokkur hreyfihamlaðra).