Fimmtudagur 21. febrúar 2013 13:51
Nýlega var „Afreksráðstefna Nord-HIF“ haldin í Malmö í Svíþjóð. Til ráðstefnu þessarar var boðað að frumkvæði stjórnar Nord-HIF sem samþykkti á fundi sínum 2012 að í kjölfar Ólympíumótsins 2012 yrðu sérfræðingar Norðurlandanna í hinum ýmsu íþróttagreinum kallaðir saman. Hlutverk þeirra væri að koma fram með tillögur um á hvern hátt löndin gætu sameiginlega unnið að eflingu afreksíþrótta á Norðurlöndum.
Ráðstefnuna sátu rúmlega 30 einstaklingar og komu þeir úr röðum boccia, blindrabolta, borðtennis, frjálsra íþrótta og sundi. Allar íþróttagreinar voru á einu máli um að auka samstarf sitt á þeim stóru mótum sem tekið er þátt í s.s. Evrópu- og Heimsmeistaramótum sem og öðrum alþjóðlegum mótum sem tvö eða fleiri lönd tækju þátt í. Samvinna þessi gæti falist í sameignlegum æfingabúðum, „skiptum“ og afnotum á sjúkraþjálfurum, læknum, nuddurum og „myndatökumönnum“ á stórmótum svo eitthvað sé nefnt. Unnin hefur verið upp skrá með nöfnum og tölvupóstföngum allra lykilmanna, formanna nefnda og landsliðsþjálfara, í hinum ýmsu íþróttagreinum. Munu þeir í framtíðinn skiptast á upplýsingum fyrir æfingabúiðir, mót sem fyrirhuguð er þátttaka í, áhugaverð námskeið og annað sem upplýsandi er fyrir hverja iþróttagrein. Þá var ennfremur samþykkt að löndin opni meistaramót sín fyrir öðrum Norðurlandaþjóðum, hafin verð skráning Norðulandameta í völdum íþróttagreinum og aðkanna þann möguleika að opna Norræna barna- og unglingamótið að hluta til fyrir ungu og efnilegu afreksíþróttafólki.