Föstudagur 22. febrúar 2013 16:07
Lionsklúbburinn Víðarr hefur af miklum höfðingsskap samþykkt að veita Íþróttasambandi fatlaðra styrk vegna kaupa á verðlaunapeningum sem veittir eru á mótum sambandsins. Þetta hefur klúbburinn gert um langt árabil enda hefur Lionshreyfingin allt frá stofnun ÍF verið einn öflugasti bakhjarl sambandsins.
Á fundi klúbbsins nýverið veitti Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afreskssviðs, styrknum viðtöku um leið og hann fræddi fundarmenn um starfsemi sambandsins nú sem áður.
Með Ólafi á myndinn eru f.v. Valdimar Steindórsson, gjaldkeri, Ólafur Már Ásgeirsson, formaður og Helgi Gunnarsson, ritari.