Laugardagur 9. mars 2013 16:29
Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra er lokið en þetta árið fór það fram á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. Ný stjórn sambandsins var kjörin á þingi og mun hún starfa til ársins 2015. Sveinn Áki Lúðvíksson var einróma endurkjörinn formaður sambandsins og Þórður Árni Hjaltested var einróma kjörinn varaformaður.
Gunnar Einar Steingrímsson gekk úr stjórn á þinginu vegna starfa sinna erlendis og var honum þakkað fyrir sín störf í þágu sambandsins. Inn í hans stað í varastjórn kom Matthildur Kristjánsdóttir.
Ný stjórn ÍF kjörin á Sambandsþingi 2013:Formaður: Sveinn Áki Lúðvíksson
Varaformaður: Þórður Árni Hjaltested
Meðstjórnendur: Jóhann Arnarson, Ólafur Þór Jónsson og Margrét Kristjánsdóttir.
Varastjórn: Matthildur Kristjánsdóttir, Guðlaugur Ágústsson og Jón Heiðar Jónsson.
Mynd/ Ný Stjórn Íþróttasambands fatlaðra sem starfa mun 2013-2015.