Fimmtudagur 14. mars 2013 15:44

Ingvar og Bjarni stýra veislunni og Swiss leikur fyrir dansi

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram í Reykjavík helgina 19.-21. apríl næstkomandi. Venju samkvæmt fer lokahófið fram á sunnudagskvöldinu 21. apríl og verður það haldið í Gullhömrum.

Stuðboltarnir Ingvar Valgeirsson og Bjarni töframaður stýra veislunni og bregða sér svo í hljómsveitagallann þegar líða tekur á kvöldið og leika þar fyrir dansi með hljómsveitinni Swiss.

Verð og nánari upplýsingar um lokahófið verður sent út síðar.

Til baka