Miðvikudagur 20. mars 2013 15:22

Fimmtán Íslandsmet á meistaramóti Reykjavíkur

Meistaramót Reykjavíkur var haldið dagana 15. og 16. mars og skilaði 15 Íslandsmetum hjá fötluðu sundfólki. Meistarmótið í núverandi mynd hefur verið haldið s.l. 5.ár en það var Erlingur Þ. Jóhannsson heitinn sem beitti sér fyrir því að mótið yrði haldið fyrir fatlaða og ófatlaða samtímis en þau höfðu alltaf verið haldin í sitthvoru lagi og var breytingunni tekið vel og í dag keppa öll sex Reykjavíkurfélögin á einu Meistarmóti Reykjavíkur sem er líka uppskeruhátið ársins 2012.

Fyrsta Íslandsmetið kom í 1. grein og það var Thelma Björg Björnsdóttir S6 ÍFR í 400.m.skriðsundi með 28 sekúndna bættingu á tímanum 6.18.82 mín. Næstu Íslandsmet komu í 2.grein sem var 400.m. skriðsundi en þar var Marinó Ingi Adolfsson S8 ÍFR með 4.sekúndna bættingu á tímanum 5.52.95 mín. og Jón Margeir Sverrisson S14 Fjölnir með tveggja sekúnda bætingu á tímanun 4.14.85mín.

Fjórða Íslandmetið kom hjá Jón Margeiri Sverrissyni S14 Fjölnir í 200.m.bringusundi með 7.sekúndna bætingu á tímanum 2.42.62. Fimmta Íslandsmetið kom í 100.skriðsundi hjá Thelmu Björg Björnsdóttur S6 ÍFR með tveggja sekúndna bættingu á tímanum 1.27.54.  Sjötta Íslandsmetið setti Jón Margeir Sverrisson S14 Fjölnir í 100.m.skriðsundi með sekúndu bætingu á tímanum 00:54.35. Sjöunda Íslandsmetið kom hjá Jón Margeiri Sverrissyni S14 Fjölnir í 100.m flugsundi á tímanum 1.02.06.

Áttunda Íslandsmetið kom hjá Jón Margeiri Sverrissyni S14 Fjölnir í 400.m.fjórsundi með 18.sekúndna bætingu á tímanum 4.55.63. Níunda Íslandmetið kom hjá Thelmu Björg Björnsdóttur S6 ÍFR í 100.m.baksundi með 11 sekúndna bættingu í 100.baksundi á tímanum 1.58.34. Tíunda Íslandsmetið kom hjá Ívu Marín Adrichem S11 ÍFR í 100.m.baksundi með 3.sekúndna bætingu á tímanum 2.10.45.

Ellefta Íslandsmetið kom hjá Thelmu Björg Björnsdóttur S6 ÍFR með 6.sekúndna bætingu í 200m skriðsundi á tímanum 3.00.32. Tólfta Íslandsmetið kom hjá Jóni Margeiri Sverrissyni S14 Fjölnir í 200m skriðsundi á tímanum 1.59.15. Þrettánda Íslandsmetið kom hjá Marinó Inga Adolfssyni S8 ÍFR í 200.m skriðsundi með 4.sekúndna bættingu á tímanum 2.48.79. Fjórtanda Íslandsmetið kom hjá Ívu Marín Adrichem S11 ÍFR í 100.m. bringusundi með þriggja sekúndna bætingu á tímanum 2.13.40. Fimmtánda Íslandsmetið kom hjá Jóni Margeiri Sverrissyni S14 Fjölnir í 200m flugsundi með 16 sekúndna bætingu á tímanum 2.24.23 mín.

Verðlaun voru veitt fyrir þrjú stigahæstu sundin á mótinu.                                                                                   

Stigahæsta sundkona úr röðum fatlaðra á mótinu var Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR með 1865 stig.                                 
Stigahæsti sundmaður úr röðum fatlaðra á mótinu var Jón Margeir Sverrisson Fjölni með 3088 stig                                             

Veittar voru viðurkenningar fyrir sundkonu og sundmann Reykjavíkur úr röðum fatlaðra vegna ársins 2012.                                                                                                                                                                 

Sundkona Reykjavíkur fatlaðra 2012. 
Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR.                                                          

Sundmaður Reykjavíkur fatlaðra 2012. 
Jón Margeir Sverrisson Fjölnir.


Björn Valdimarsson, Mótsstjóri Meistaramóts Reykjavíkur.

Til baka