Þriðjudagur 9. apríl 2013 15:42
Nemendur 7. bekkjar í Hólabrekkuskóla hafa vetur unnið að samstarfsverkefni við Special Olympics á Íslandi undir stjórn kennara sinna.
Verkefnið var tengt þátttöku Íslands í alþjóðaleikum Special Olympics í S Kóreu þar sem þrír keppendur tóku þátt í listhlaupi á skautum.
Nemendur tóku þátt í ýmsum verkefnum og m.a. alþjóðlegu skólaverkefni Special Olympics þar sem Ísland og Jamaica voru í samstarfi.
Eitt af þeim verkefnum sem nemendur stóðu fyrir var að halda ball í skólanum þar sem allur ágóði rann til Special Olympics á Íslandi.
Á íþróttadegi skólans fimmtudaginn 21. mars fóru fulltrúar ÍF í skólann þar sem skólastjóra, kennurum 7 bekkjar og nemendum var afhent þakkarskjal frá Íþróttasambandi fatlaðra.
Þar afhentu nemendur 7. bekkja einnig styrk til Special Olympics á Íslandi, kr. 49. 668.- sem var ágóði af ballinu sem haldið var alfarið að þeirra eigin frumkvæði.
Íþróttasamband fatlaðra þakkar nemendum, kennurum og skólastjórnendum Hólabrekkuskóla fyrir einstakt samstarf og stuðning.
Helga Olsen, kennari við skólann og skautaþjálfari fær einnig sérstakar þakkir fyrir hennar mikilvæga framlag í þágu skólaverkefnisins.
Mynd 1: Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF og Special Olympics á Íslandi afhendir þakkarskjölin.
Mynd 2: Nemendur með þakkarskjölin