Fimmtudagur 11. apríl 2013 14:23

Breyting í sundi þroskahamlaðra á Íslandi

Frá og með Íslandsmóti ÍF í sundi 50 metra laug sem haldið verður dagana 20. til 21. apríl næstkomandi munu stigaútreikningar einstaklinga með Downs heilkenni miðast við stöðulista (En = Ranking) gefna út af „Down Syndrome International swimming Organisation“ http://www.dsiso.org/ en ekki heimsmet S14 hjá IPC eins og verið hefur. 

Með þessari breytingu er stefnt að því að jafna samkeppnisstöðu þessara íþróttamanna. Við munum héðan í frá miða árangur þeirra við það sem gerist best hjá einstaklingum með sömu hömlun og vonumst til að það verði þeim hvatning að mæta á fleiri mót á vegum ÍF.
 
Sundnefnd ÍF

Til baka