Miðvikudagur 24. apríl 2013 11:42
Special Olympics International hefur staðið að kynningar og fjáröflunarverkefni þar sem fólk er hvatt til þess að styðja starfsemi Special Olympics um allan heim. Verkefnið byggir á sölu á rauðum reimum með lógói Special Olympics og Special Olympics á Íslandi tekur nú þátt í verkefninu í fyrsta sinn.
Knattspyrnusamband Íslands verður fyrsti samstarfsaðili ÍF vegna þessa nýja verkefnis en Special Olympics á Íslandi í hefur fjölmörg ár notið dyggilegs stuðnings KSÍ vegna Íslandsleika Special Olympics og annarra verkefna sem tengjast knattspyrnu fyrir fólk með þroskahömlun.
Fyrsta verkefnið hér á landi er samstarf við KSÍ en KSÍ hefur keypt rauðar reimar fyrir öll lið í úrslitakeppni Lengjubikarsins. KSÍ mun sjá til þess að allir knattspyrnumenn og konur í úrslitakeppninni noti rauðar reimar í úrslitaleikjunum og leggi þannig mikilvægt lóð á vogarskálarnar í kynningu á þessu nýja verkefni á Íslandi.
Fyrirhugað er að hafa reimarnar í lausasölu hjá samstarfs- og styrktaraðilum ÍF en einnig er hægt að kaupa reimar á skrifstofu ÍF, verð á reimum er kr. 1000.
Sjá einnig frétt um málið á heimasíðu KSÍÍF á FacebookÍF á Twitter - @Fatladir