Þriðjudagur 14. maí 2013 11:13

10 Íslandsmet á Vormóti Aspar


Vormót Aspar í sundi í 25m laug fór fram í Laugardalslaug um síðastliðna helgi þar sem 10 ný Íslandsmet litu dagsins ljós. Mótið sem nú var haldið í 30. sinn hefur í gegnum tíðina verið haldið með dyggum stuðningi Kiwanisklúbbsins Elliða sem kostar verðlaun mótsins.

Íslandsmet á Vormóti Aspar - 25m laug


50.metra skriðsund Karla
Marinó Ingi Adolfsson S8 ÍFR 00:35,14
Jón Margeir Sverrisson S14 Fjölnir 00:24,65
 
50.metra Skriðsund Kvenna
Íva Marín Adrichem S11 ÍFR 00:50,01
Thelma Björg Björnsdóttir S6 ÍFR 00:41,14
 
50.metra Baksund Karla
Hjörtur Már Ingvarsson S5 Fjörður 00:53,43
 
100.metra Skriðsund Karla
Jón Margeir Sverrisson S14 Fjölnir 00:54,19
 
100.metra Skriðsund Kvenna.
Karen Axelsdóttir S2 Ösp 3:41,37
 
100.metra bringusund Karla
Hjörtur Már Ingvarsson S5 Fjörður 2:21,72
 
100.metra Fjórsund karla
Jón Margeir Sverrisson S14 Fjölnir 1:03,77  
Marinó Ingi Adolfsson S8 ÍFR 1:37,29

Í lok mótsins var stigahæsti sundmaðurinn heiðraður og var það Ólympíumótsmeistarinn Jón Margeir Sverrisson sem náði 1046 stigum í 100 metra skriðsundi en þetta er í fjórða sinn í röð sem Jón er stigahæstur á mótinu.

Mynd/ LeszekNowakowski - Jón Margeir var stigahæstur á Vormóti Aspar fjórða árið í röð!

Til baka