Mánudagur 27. maí 2013 11:31

Alþjóðlegi MND dagurinn 22. júní


Alþjóðlegi MND dagurinn er þann 22. júní næstkomandi. Frá kl. 14:00-18:00 fer fram hjólastólarall í þremur flokkum og er fólk hvatt til að mæta tímanlega vegna skráningar. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sér um framkvæmdina.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

1.    Rafknúnir stólar.
2.    Handstólar.
3.    Handstólar með aðstoðarmanni sem ýtir.

Allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku ásamt drykk. 3 fljótustu fá bikar til eignar að auki. Verðum með handstóla á staðnum ef einhverjir vilja reyna sig sem ekki nota þá. Það verður alvöru tímamæling gerð af vönu rall mælingarfólki.

Þessi munu halda uppi fjöri eftir verðlaunaafhendingu með spili og söng. Hreimur, Jónína Aradóttir og Rúnar þór. Við hvetjum alla til að mæta og hvetja sitt fólk.
Upplýsingar gefa Guðjón í S. 823 7270 og Guðbrandur í S. 899 2165

Til baka