Þriðjudagur 28. maí 2013 15:31

Nes og FB sigursæl á Íslandsleikunum

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram í  Egilshöll, laugardaginn 25. maí.

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu hafa verið haldnir í samstarfi Íþróttasambands fatlaðra og KSÍ og með aðstoð knattspyrnufélaga á hverjum stað. 


Nú voru leikarnir haldnir í samstarfi ÍF, Special Olympics á Íslandi, KSÍ,  KRR og Fjölnis

 

Keppni fer þannig fram að keppt er í  tveimur styrkleikaflokkum, blönduðum liðum karla og kvenna á öllum aldri.   7 eru í hverju liði auk þriggja varamanna.    Auk hefðbundinnar keppni var einnig keppt í unified football sem er verkefni sem Ísland er að hefja kynningu á.  Þar keppa fatlaðir og ófatlaðir saman í liði og nú mætti til leiks lið frá  Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.

 

Björgólfur Takefusa knattspyrnumaður sá um upphitun leikmanna og Steinn Halldórsson frá KRR afhenti verðlaun.   Sigurvegarar í flokki getumeiri var íþróttafélagið NES og sigurvegarar í flokki getuminni var lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti þar sem leikmenn voru á öllum aldri.  

Allir þeir sem lögðu lið vegna leikanna fá bestu þakkir frá ÍF og KSÍ




Myndir/ Guðmundur Sigurðsson

Til baka