Föstudagur 2. janúar 2009 21:46

Ólafur Stefánsson Íþróttamaður ársins: Eyþór fékk eitt atkvæði

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í Reykjavík. Kynntir voru þeir tíu íþróttamenn sem hlutu flest stig í kjöri íþróttafréttamanna en þar fékk sundmaðurinn Eyþór Þrastarson ÍFR/Ægir eitt stig og hafnaði þar með í 25. sæti.

Ólafur Stefánsson er vel að útnefningunni kominn og vill Íþróttasamband fatlaðra óska honum innilega til hamingju með nafnbótina.

Sundfólkið úr röðum fatlaðra þau Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir eru Íþróttafólk ÍF árið 2008 og við athöfnina í kvöld voru þau heiðruð af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands líkt og allir íþróttamenn ársins úr röðum hvers sérsambands.

Mynd: Eyþór og Sonja á Grand Hótel í kvöld

Til baka