Ţriđjudagur 18. júní 2013 12:05
Opna ţýska meistaramótiđ í frjálsum fór fram um síđastliđna helgi í Berlín ţar sem Ísland átti ţrjá keppendur. Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir og Arnar Helgi Lárusson komu heim međ ný Íslandsmet og Hulda Sigurjónsdóttir var viđ sinn besta árangur í kringlu, kúlu og spjóti.
Matthildur Ylfa lenti í sannkölluđu ćvintýri í Berlín ţví vegna seinkunar og annarra mistaka viđ skipulagsmál á mótinu ţurfti Matthildur ađ hlaupa 400 metrana í karlaflokki. Ţar fann hún sig í hópi međ Brasilíumanninum Alan Oliveira sem varđ sigurvegari í flokki T 43/44 í 200m hlaupi á Ólympíumótinu í London 2012 ţar sem hann lagđi m.a. Oscar Pistorius ađ velli.
Oliveira var í stuđi í Ţýskalandi ţví hann er í dag orđinn fljótasti íţróttamađurinn úr röđum fatlađra er hann kom í mark í 100m hlaupi á tímanum 10,79 sek. Ţar međ skaut hann Bretanum Jonnie Peacock ref fyrir rass en hann varđ ţjóđhetja í Bretlandi á Ólympíumótinu í London ţegar hann hljóp 100 metrana á 10,85 sek. í flokki T44.
Hér ađ neđan er úrslit íslensku keppendanna í Berlín en myndir, video og nánari fréttir af keppninni má einnig nálgast á Facebook-síđu ÍF Hulda Sigurjónsdóttir - flokkur F og T 20 (ţroskahamlađir)Kringlukast - 23,63 m.
Kúluvarp - 8,57 m.
Spjótkast - 20,95 m.
Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir - flokkur F og T 37 (hreyfihamlađir)100m hlaup undanrásir - 15,79 sek.
100m hlaup úrslit - 15,76 sek.
Langstökk - 4,10 m.
200m hlaup - 32,53 sek.
400m hlaup - 75,87 sek. (Íslandsmet)
Arnar Helgi Lárusson - flokkur T 53 (hreyfihamlađir)100 m. sprettur, undanrásir - 20,14 sek.
100 m. sprettur, úrslit - 19,01 sek. (Íslandsmet)
200 m. sprettur, úrslit - 38,70 sek.
400 m. sprettur, úrslit - 1:22,89 mín.
Mynd/ Íslenski hópurinn á Opna ţýska í Berlín um helgina.