Tékkinn René Kujan lagði í gær upp í hlaup yfir Ísland frá norði til suðurs til að safna áheitum til styrktar Hollvinum Grensásdeildar en megintilgangur þeirra er að styðja við og efla starf Grensásdeildar LSH sem er miðstöð frumendurhæfingar á Íslandi; og Íþróttasambandi fatlaðra.
Að baki þessa atburðar er einstök saga. René varð fyrir slysi í heimalandi sínu fyrir tæpum 6 árum og missti allan mátt í fótum. En hann gafst ekki upp og tókst með einstökum dugnaði og mikilli ósérhlífni og þjálfun að endurheimta göngu- og síðan hlaupafærni sína. René ákvað að sýna þakklæti sitt fyrir að geta gengið á ný með því að hlaupa sem víðast og safna í leiðinni áheitum fyrir þau sem ekki hafa verið eins lánsöm og hann. Þar sem hann hefur hrifist mjög af Íslandi, veðurfarinu, óbyggðunum og mörgu öðru, þá kemur hann aftur til að hlaupa á Íslandi til styrktar Íslendingum. Á síðastliðnu ári hljóp hann umhverfis Ísland á hringveginum til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra. Hlaup hans að þessu sinni verður öllu erfiðari því hann verður í óbyggðum mestan hluta leiðarinnar, lengi vel aleinn. Hlaupið, alls yfir 500 km, sem áætlað er að taka muni tvær vikur, hefst á Rifstanga á Melrakkasléttu. Það liggur síðan m.a. yfir Sprengisand og Fjallabaksleið nyrðri, óbrúaðar ár og lýkur á syðsta hluta Íslands fyrir neðan Hjörleifshöfða stutt frá Vík í Mýrdal. René þarf að hafa með sér nauðsynlegan búnað, vistir, vatnsheldan svefnpoka og tjald, í kerru sem hann bindur við sig. Stuðningslið mun vera honum til aðstoðar eftir föngum og eins verður leitast við að koma birgðum til hans á leiðinni.
Nánari upplýsingar um framvindu hlaupsins veitir Ívar Trausti Jósafatsson í síma
896 2266 og á Facebook síðu sinni www.facebook.com/ivar.josafatsson og Facebook síðu Smart Projects. Upplýsingar um starfsemi Hollvina Grensásdeildar og Íþróttasambands fatlaðra má finna á vefsíðum samtakanna.
Þau sem vilja styrkja þetta höfðingslega átak þessa ljúfa Íslandsvinar (þjóðinni) okkur til góðs geta gert það með framlögum til:
Hollvina Grensásdeildar, bankareikn: 311-22-000818, kennitala 670406-1210,
Vefsíða www.grensas.is
Íþróttasambands fatlaðra, bankareikn: 0313-26-4394, kennitala 620579-0259
Vefsíða www.ifsport.is
Einnig má styrkja þetta verkefni með símtölum í áheitasímanúmer sem verða birt síðar.
English:
A FRIEND OF ICELAND RUNS ALONE AROSS ICELAND
IN SUPPORT OF SPECIAL CAUSES
René Kujan from the Czech Republic commences a run across Iceland from the north to the south started last Tuesday June 18th with the objective of collecting donations in support of the Friends of Grensasdeild society, the main purpose of which is to support and promote the activities of Grensasdeild - the physical rehabilitation center of Landspitali – University Hospital; as well as the activities of the Disabled Sports Association.
Behind this event lies a remarkable story. Following an accident in his home country almost six years ago René‘s legs were paralysed. But he did not give up and succeeded with incredible drive, disregard for personal comfort and training to regain his ability to walk and then run. René decided to show his gratitude for being able to walk again by running in as many places as possible and while so doing collecting donations for those who have not been as fortunate as he has been. Because he has been captivated by Iceland, its climate, wilderness and much more he has returned to run in the country in support of Icelanders. Last year he ran around the whole country on the circular highway in support of the Disabled Sports Association. His run this time will be much more challenging because he will be in wilderness country most of the time, often alone. The run, a distance in excess of 500 km estimated to take two weeks to cover, commences at Rifstangi on the Melrakka plain. It then goes through i.a. Sprengisandur and the Northern Fjallabaks trail, unbrigded rivers and ends in the southernmost part of Iceland below Hjorleifshofdi, a short distance from the village of Vik in Myrdal. René will need to bring with him necessary supplies, provisions, a waterproof sleeping bag, and a tent in a small cart which will be attached to him. A support group will assist him as circumstances permit and efforts will also be made to furnish him with provisions en route.
Further information about the run as it progresses will be provided by
Ivar Trausti Josafatsson, tel. 896 2266 and on Ivar‘s Facebook page www.facebook.com/ivar.josafatsson as well as on Facebook page Smart Projects.
Information about the activities of the Friends of Grensasdeild and the Disabled Sports Assciation can be found at their respective websites.
Those who wish to support this generous act of this kind friend of Iceland aimed at benefitting (the nation) us can do so by contributing to:
Hollvinir Grensasdeildar. Bank acct. nr: 311-22-000818; Nat. id. nr.: 670406-1210; Website: www.grensas.is
Disabled Sports Association. Bank acct nr: 0313-26-4394; Nat. id. nr. 620579-0259;
Website: www.ifsport.is .
The project can also be supported by calling special donation telephone numbers that will be provided shortly.