Miðvikudagur 19. júní 2013 20:44

Ólafur E. Rafnsson látinn


Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSÍ nú í kvöld.



Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti  fund í miðstjórn FIBA World, Alþjóða Körfuknattleikssambandsins.



Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.



Ólafur starfaði sem lögmaður og rak eigin lögmannsstofu í Hafnarfirði.



Ólafur Eðvarð Rafnsson var formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá árinu 1996 til 2006 en það ár var hann kosinn forseti ÍSÍ.  Ólafur var kjörinn forseti FIBA Europe árið 2010. Hann tók í lok síðasta mánaðar við stöðu forseta framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna.  Ólafur stundaði sjálfur körfuknattleik um árabil með Haukum og  lék m.a. með landsliði Íslands.

Íþróttahreyfingin harmar fráfall góðs félaga og öflugs foringja og vottar fjölskyldu Ólafs sína dýpstu samúð.

Til baka