Ţriđjudagur 25. júní 2013 17:21

Ţrír frá Íslandi keppa á HM í frjálsum


Heimsmeistaramót fatlađra í frjálsum íţróttum fer fram í Lyon í Frakklandi dagana 19.-28. júlí nćstkomandi. Ísland mun eiga ţrjá fulltrúa á mótinu en ţađ eru ţau Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir, Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson.
 
Matthildur Ylfa mun keppa í 100m og 200m hlaupi sem og langstökki en hún keppir í flokki F og T 37 sem er flokkur hreyfihamlađra. Helgi keppir í spjótkasti í flokki F 42 og ţá mun Arnar Helgi keppa í 100m og 200m spretti í hjólastólakappakstri en Arnar hlaut bođ á HM sem eini keppandinn frá Íslandi í hjólastólakappakstri. Bođ ţessi eru oftar en ekki kölluđ „Wild Card“ eđa „Direct Invitation“ og er ţeim úthlutađ til ţjóđa sem m.a. eru ađ gangsetja nýjar íţróttagreinar eins og í ţessu tilfelli. Arnar hefur frá áramótum rutt veginn ađ nýju í hjólastólakappakstri eđa síđan nafni hans Arnar Klemensson lét til sín taka á níunda áratugnum en síđan ţá hafa orđiđ gríđarlegar breytingar í íţróttinni.
 
Íslenski hópurinn – félag – fötlunarflokkur
Matthildur Ylfa Ţorsteinsdóttir – ÍFR – T og F 37
Helgi Sveinsson – Ármann – T 42
Arnar Helgi Lárusson – Nes – T 53

Til baka