Fimmtudagur 27. júní 2013 10:42

Styrktarhlaup René ALEINN YFIR ÍSLAND: Hljóp 90km til að forðast óveður á hálendinu

Eins og fram hefur komið hleypur hinn tékkneski René Kujan aleinn yfir hálendi Íslands til styrktar Hollvinum Grensásdeildar og Íþróttasambandi fatlaðra.  Fyrir ári hljóp René hringinn í kringum landið og þá einnig til styrktar fötluðum en þótt mörgum hafi þótt nóg um framgöngu hans þá með því að hlaupa eitt maraþon á dag er hlaupið í ár enn meira krefjandi.

Hlaupið sem hófst 18. júní sl. frá Rifstanga á Melrakkasléttu hefur m.a. legið yfir Sprengisand en René er nú staddur í Versölum nálægt Svartá. Þangað kom hann eftir um 90km hlaup frá Nýjadal til að sleppa við óveður sem þar geisaði.  Áætlað er að hann muni ná að Hrauneyjarlóni á föstudag og yfir helgina „skokki“ hann síðan yfir Fjallabaksleið nyrðri, niður í Hrífunes þaðan sem hann tæki lokahnykkin í hlaupi þessu og hlypi alla leið að Hjörleifshöfða þar sem hlaupinu lýkur n.k. sunnudag.

Að hlaupinu loknu er fyrirhugað er að René kynni þetta magnaða hlaup í máli og myndum fyrir fjölmiðlafólki og öðrum sem áhuga hafa.

 

Nánari upplýsingar um framvindu hlaupsins veitir Ívar Trausti Jósafatsson í síma 8962266 og á Facebook síðu www.facebook.com/ivar.josafatsson og Facebook síðu Smart Projects. 


Ef þú/þið viljið leggja Hollvinum Grensásdeildar og Íþróttasambandi fatlaðra lið þá er hægt að hringja í þrjú mismunandi söfnunarnúmer.
 
Styrktarnúmerin:
 
908 7997
 - 1000 kr.
 
908 7998
 - 2000 kr.
 
908 7999
 - 5000 kr.

Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum á bankareikning Hollvina Grensásdeildar 311-22-000818,                      kt. 670406-1210;  og Íþróttasambands fatlaðra 313 – 26-  4396,  kt. 620579-0259.

Hér má svo líta skipulag/áætlun René og hvernig henni hefur undið fram:



Til baka